No one needs to know how we feel
No one needs to understand
Hæ!
Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í dag. Skellti mér út að skokka með móður minni eftir skóla og hlupum 4 km, svo hélt ég áfram sjálf og hljóp 3 & hálfan í viðbót. Þvílíkt hressandi.
Ég er orðin ömurlegur bloggari, ætla alltaf að segja frá einhverju þvílíkt sniðugu en gleymi því svo strax.
Allavega þá fór ég á Akureyri um helgina og það var óótrúlega gaman. Ég, Dóra, Halla, Silja og Þóra skelltum okkur á stað um eitt leitið (sem átti víst að vera tólf, við erum alltaf on time). Svo þegar við vorum komnar á Ak fórum við og fengum okkur að borða. Þóra fór auðvitað á Nings og Halla með henni, en við hinar fengum okkur subway. Hittum Svandísi sætu þar sem var með kærastanum sínum. Eftir það röltum við í búðir og ég fann mér nú einn bol og eina peysu. Sara kom og hitti okkur. Síðan skelltum ég og Þóra okkur á vistina og ætluðum að heimsækja Odd og Einar en þeir voru bara stungnir af einhvert svo við heimsóttum Benjamín, Bjarka og Karl Ásgeir. Þeir voru hressir að vana! Síðan fórum við til Odds og Sveinn var þar líka. Svo röltum við á Strikið þar sem allt fólkið var að borða, fengum okkur furðulegar pizzur en þær voru með ananas svo ég var sátt.
Svo fórum við stelpurnar þangað sem silja, dóra og halla gistu og gerðum okkur sætar og fínar. Fórum svo að leita að VMA svo ég og þóra gætum hent stuffinu okkar þangað inn .. það tók dáldinn tíma. Ég veit ekki hvað við keyrðum lengi þar til við fundum þennan skóla, þrátt fyrir að hafa fengið hjálp frá þrem manneskjum! Allavega eftir það fórum við á söngvakeppnina sem var bara hin ágætasta skemmtun. Fullt af flottum atriðum og .. já nokkrum miður skemmtilegum líka. Skil nú ekki alveg hvernig ein gellan gat unnið undankeppnina í sínum skóla sem var þarna, greyjið stelpan var alveg svakalega fölsk. Ingunn lenti í öðru sæti og þetta var þvílíkt flott hjá henni. Versló vann og mér fannst það flott atriði hjá gaurnum líka, hann líka reddaði sér svakalega vel þegar það heyrðist ekkert í gítarnum útaf einhverju klúðri hjá tæknidúðunum.
Skelltum okkur svo í íbúðina sem Sandra gisti í með einhverjum vinkonum sínum. Þar var djammað oog svo farið á ball. Ég, Þóra, Dóra og Sandra fórum fljótlega á Sjallann þar sem okkur fannst þessi hljómsveit ekki alveg vera að meikaða. Það var geggjað gaman þar, utan við hvað fæturnir á mér voru gjörsamlega dauðir eftir kvöldið .. og hvað þá Dóru haha!
Redduðum okkur fari upp í VMA eftir að Sjallinn lokaði. Þar var einhver þroskaheftur gaur sem vildi ekki þegja og kom stöðugt inn í herbergið öskrandi ''Pabbi pabbi, hvernig gastu gert mér þetta? Ég vildi bara missa sveindóminn!" eða e-ð álíka. Hann var ennþá öskrandi þegar ég vaknaði um morguninn! Svoo biðum við eftir stelpunum, þær komu og náðu í okkur og við skelltum okkur á dominos. Þar hittum við útúr dópaðan gaur sem reyndi að kyssa Dóru og sast á einhverja stelpu sem var þarna. Gaurinn sem sótti hann keyrði svo .. alveg inn að dyrum - bókstaflega. Ég svaf á leiðinni heim og Silja tók sexy myndir af mér. Já ég tók myndir líka en myndavélin er hjá Aroni svoo ég verð að setja þær seinna á netið.
& hey .. ég er farin að horfa á Lipstick Jungle og vera pirruð yfir því að vikingbay vill ekki virka og mig vantar nýja one tree hill .
Bloggar | 15.4.2008 | 23:09 (breytt 19.4.2008 kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er ekki alveg að standa mig í blogginu, enda fæ ég engin komment þrátt fyrir loforð í fyrsta blogginu mínu, pff.
Annars er allt í góðu hérna megin, ótrúlega ánægð að vera komin í páskafrí og fá að sofa aðeins út og svona. Svo verða alveg fullt af fótboltaæfingum í vikunni, farið í sund, ratleik og haldið partý. Svo er auðvitað að fara á bretti maður, enda á að vera gott veður og læti. Þetta á eftir að vera mjög svo góð vika, fyrir utan það að Hreinsi er bara e-ð að fara suður að keppa 2var, fermingu og svo til Manchester.
Svo get ég heldur ekki beðið eftir að fá að borða páskaeggin, ójá ég á tvö. Svo eru einhverjar fermingar framundan einnig, ég veit eigilega ekkert hvenær en allavega 2 í Reykjavík og 1 í Vestmannaeyjum, sem ég er reyndar ekki pottþétt á að ég komist í því leikirnir í bikarnum fara að byrja. Held að ég verði að fara að koma mér í e-ð almennilegt form fyrir þetta.
Svo var ég að skoða myndir frá Danmörku og fann þessar undurfögru myndir sem ég skellti hérna inn. Það var svo gaman í þessari ferð, vildi að við gætum bara farið aftur.
Jæja, ég ætla að fara í tölvuleikinn sem Hreinsi fékk mig hooked á og ég er mögnuð í og bíða eftir að Þóra komi.
Bloggar | 16.3.2008 | 17:16 (breytt kl. 17:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þarmeð er skólinn kominn á stað aftur. Ég er ekki búnað fá útúr öllum prófunum en það sem komið er er alveg ótrúlega gott bókstaflega, allavega er ég þvílíkt ánægð. Á nú samt eftir að fá útúr náttúrufræði og sögu sem voru erfiðustu prófin.
Helgin var alveg æðisleg. Sé ekkert eftir því að hafa farið suður í þennan leik enda var ferðin alveg þvílíkt skemmtileg. Lögðum af stað hálf fjögur á föstudegi og ég viðurkenni alveg að ég hafði bakþanka þegar ég var í skólanum á föstudeginum að hjálpa til að raða upp fyrir árshátíðina að maður fékk smá bakþanka. Svo vorum við komnar til Keflavíkur um átta leitið og sýnt okkur aðstæðurnar og fórum svo bara beint á æfingu. Það var geðveikt maður, alltaf svo gaman að komast á svona stóran völl til tilbreytingar og svo er þetta upphitað og alles svo maður var bara þarna í stuttbuxum og bol enda vorum við að missa okkur og vildum aldrei hætta. Skelltum okkur svo í bíó á P.S I love you og ég mæli með að þið farið með tissjú efþið ætlið að fara að horfa á hana, þvílíkt sorgleg.
Daginn eftir vaknað klukkan átta og farið á æfingu, lögðum okkur eftir hana og horfðum svo á A landslið kvenna á æfingu. Svo lögðu sig sumar aftur. Leikurinn var svo klukkan þrjú og gekk hann bara nokkuð vel þartil formið fór með okkur, þetta er allt saman að koma. Bara drullast til að hlaupa meira sjálfar held ég nú bara. Fórum svo bara heim strax eftir leikinn, stoppuðum í sjoppu í reykjavík og urðum vitni af einhverjum gæjum sem voru að steggja vin sinn og var sá klæddur netasokkabuxum og appelsínugulum stuttum bol - mjög fögur sjón indeed hah. Ég hló allavega slatta.
Svo þegar ég kom heim skellti ég mér heim til Einars þarsem meirihlutinn af gamla vinahópnum var staddur. Alltaf jafn gaman að hittast öll svona saman, maður saknar þeirra alltaf svo mikið. Svo hitti ég náttúrulega Arnar í Keflavík hressan og kátan. Haukur kom einnig og horfði á leikinn. Fór nú bara frekar snemma heim, eða heim til Hreinsa þ.e.a.s. Skellti mér svo á bretti í gær með mor í einhvern tíma.
Planið er svo að skella sér á æfingu á eftir og svo kíkja til Silju og gera e-ð sniðugt.
Ég get varla beðið eftir páskafríinu, það verður alveg yndislegt að fá frí og fá að sofa út. Öfunda nú samt Hreinsa sem er að fara til Manchester á Manutd- Liverpool.
Spá í að fara að gera mig ready fyrir æfingu þarsem þetta er voða 'hóst' spennandi 'hóst' blogg.
Bloggar | 3.3.2008 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hey you there, keep your distance
Don't you come around here
Don't test my patience baby
Cause I ain't gonna let you off easy
Það er alltaf svo asnalegt að byrja blogg ég veit aldrei hvað ég á að segja.
Ótrúlega er æðislegt að vera búin í prófunum og ég er farin að láta sjá mig utanhúss aftur. Skellti mér í fatasund í gær með eddu og þar var fullt af fólki, það var hressandi. Manni var samt bara drullukalt þótt maður væri í fötum í lauginni! Svo fór ég aðeins heim og borðaði afganga frá Búsilla hjá mömmu, frekar nice. Svo fór ég á rúntinn með eddu oog þóra kíkti með okkur. Svo komu Aron og Ægir hress og kátur að segja okkur frá besta mat í heimi á Illugastöðum í Fnjóskárdal haha.
Skellti mér svo heim til Hreinsa .. þar voru gaurar að lana & svoleiðis skemmtilegheit. Horfði á Oth, vöknuðum svo fersk og flott í morgun og skelltum okkur í skólann þarsem eru opnir dagar. Ég fór í einhvern hóp með eddu og höllu "hópur til rannsóknar á sjónrænni menningu nútímans'' -frekar töff. Vorum að meikaða í guitar hero. Eftir er ég svo að fara í fit pilates í þreksport oog í kvöld eru tónleikar uppí skóla.
Enn og aftur ætla ég að lýsa ást minni á Kate Voegele og hérna er myndband sem ég var að finna á Youtube með henni að syngja Hallelujah, hún er mögnuð live.
Annars er ég farin að gera e-ð að viti
sjáumst!
Bloggar | 28.2.2008 | 13:53 (breytt kl. 13:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hææ :)
Jæja, ég ákvað að fá mér eitt stykki bloggsíðu aftur. Vona að mér takist að halda þessari lifandi.
Annars er ekkert búið að vera að gerast hjá mér undanfarið, bara búnað læsa mig inni frá umheiminum útaf þessum prófum, ég verð svo paranoid persóna að það er ekki eðlilegt. Er reyndar búin að vera latari en venjulega en sem betur fer er mér búið að ganga nokkuð vel í þessum prófum sem ég er búin með, seinustu tvö eru svo á miðvikudaginn svo ég verð að vera duglega að læra á morgun.
3 litlir krakkagríslingar eru búnir að vera hérna yfir alla helgina. Mamma þeirra og pabbi skruppu nefnilega til útlanda. Ég vildi alltaf eiga yngri systkini en ég held ég sé búin að skipta um skoðun, don't get me wrong samt, þau eru yndisleg. Ótrúlegt hvað þeim dettur í hug og hvað kemur uppúr þeim.
Finnst alveg awesome að maður geti sett svona 'Tónlistarspilara' inná þessa síðu, þarf að fara að vinna í þessu. Var e-ð áðan að reyna að setja 'haus' á síðuna, gekk ekki betur en það að myndin kom yfir alla síðuna og ég var svona hálftíma að reyna að koma þessu svo burt aftur og svo sannarlega vona að það hafi virkað.
Næstu helgi er svo engin árshátíð hjá mér, er á leiðinni til Keflavíkur að keppa. Leiðinlegt að missa af henni en mig langar samt í þennan leik svo ég er góð. Langar eiginlega meira á Palla ballið een maður myndi nú hvorteðer ekki fara á það ef maður færi suður á laugardagsmorgni. Vona bara að þetta verði skemmtileg ferð og okkur eigi eftir að ganga vel.
Hah, svo er bara svona villuleitartæki í þessu og læti - svaðalegt.
Ég er orðin ástfangin af Kate Voegele síðan ég byrjaði á nýju seríunni af One tree hill. Er samt alveg að missa mig yfir þessu og var liggur við farin að gráta í seinasta þætti, þetta er orðið aðeins of sorglegt en samt heldur maður alltaf áfram að horfa á þetta, bara hooked.
Jææja, kannski ég verði dugleg og kíki aðeins yfir náttúrufræðiglósur og fái mér snakk meðan ég býð eftir að Hreinsi klári að vinna.
Bloggar | 25.2.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Music
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar