komin aftur í bloggheiminn .. eða hvað?

Hææ :) 

Jæja, ég ákvað að fá mér eitt stykki bloggsíðu aftur. Vona að mér takist að halda þessari lifandi.

Annars er ekkert búið að vera að gerast hjá mér undanfarið, bara búnað læsa mig inni frá umheiminum útaf þessum prófum, ég verð svo paranoid persóna að það er ekki eðlilegt. Er reyndar búin að vera latari en venjulega en sem betur fer er mér búið að ganga nokkuð vel í  þessum prófum sem ég er búin með, seinustu tvö eru svo á miðvikudaginn svo ég verð að vera duglega að læra á morgun.

3 litlir krakkagríslingar eru búnir að vera hérna yfir alla helgina. Mamma þeirra og pabbi skruppu nefnilega til útlanda. Ég vildi alltaf eiga yngri systkini en ég held ég sé búin að skipta um skoðun, don't get me wrong samt, þau eru yndisleg. Ótrúlegt hvað þeim dettur í hug og hvað kemur uppúr þeim.

Finnst alveg awesome að maður geti sett svona 'Tónlistarspilara' inná þessa síðu, þarf að fara að vinna í þessu. Var e-ð áðan að reyna að setja 'haus' á síðuna, gekk ekki betur en það að myndin kom yfir alla síðuna og ég var svona hálftíma að reyna að koma þessu svo burt aftur og svo sannarlega vona að það hafi virkað.

Næstu helgi er svo engin árshátíð hjá mér, er á leiðinni til Keflavíkur að keppa. Leiðinlegt að missa af henni en mig langar samt í þennan leik svo ég er góð. Langar eiginlega meira á Palla ballið een maður myndi nú hvorteðer ekki fara á það ef maður færi suður á laugardagsmorgni. Vona bara að þetta verði skemmtileg ferð og okkur eigi eftir að ganga vel.

Hah, svo er bara svona villuleitartæki í þessu og læti - svaðalegt.

Ég er orðin ástfangin af Kate Voegele síðan ég byrjaði á nýju seríunni af One tree hill. Er samt alveg að missa mig yfir þessu og var liggur við farin að gráta í seinasta þætti, þetta er orðið aðeins of sorglegt en samt heldur maður alltaf áfram að horfa á þetta, bara hooked.

Jææja, kannski ég verði dugleg og kíki aðeins yfir náttúrufræðiglósur og fái mér snakk meðan ég býð eftir að Hreinsi klári að vinna.  Whistling

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæææ elskan :D;*
velkomin aftur.
Ætla vera dugleg að kvitta hérna eins og þetta var hjá okkur í denn :D

andreaösp ;* (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:08

2 identicon

NEI HALLÓ !!
þetta kann Sveinn Gunnar að meta skal ég segja þér

Sveinn Gunnar Björnsson!! (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:11

3 identicon

þú ert sæt :)

Silja (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 23:30

4 identicon

óó jáá erla mér líst ljómandi vel á þetta :)

Ég verð sko fastagestur hérna :D ;*

Sandra (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:49

5 identicon

HAHAHAHAHHAHAHA og afhvejru þarf ég að reikna e-ð stærðfræði dæmi til að geta kommentað :'D

þetta finnst mér frekar fyndið :') 

Sandra (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:50

6 identicon

ég fæddist til að sega þér að þessi joggingalli er Ekki töff!

ed (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 01:29

7 identicon

hahaha já ég er að reyna að þjálfa vini mína í stærðfræði sandra ;)

&& já þið verðið að vera fastagestir! :)

erlabjört (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 11:42

8 identicon

nei erla mín... dugnaður er í þér stelpa ... vera svo bara ógó dugleg alltaf að blogga, svo gaman að fylgjast með þér ;P ... gangi þér svo vel í prófunum á mrg og að keppa um helgina ... og bara eins og marr sagði í 3 bekk ... kíp op the gúdd wörk :D ...

ps. ég fékk kannski hjálp frá sætisfélaga mínum við stæ.dæmið mitt .. og ég er í mr ... og í stærðfræði tíma... og dæmið var hver er summan af sex og fjórum ?... :/ :D hvað er summa, einhver ? :D hahaha.. !

Anna Margrét (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:20

9 identicon

gangi þér bara vel með þessa síðu:)

Sigrún (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:54

10 identicon

Gott vita þetta með krakkagríslingana...... láttu mig bara vita ef þú þarft að rifja upp af hverju þú vilt ekki yngri systkin tíhí

Kveðja úr Sveitinni.

Mamman (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband