I'll be gone one way or another

s320x240 Þarmeð er skólinn kominn á stað aftur. Ég er ekki búnað fá útúr öllum prófunum en það sem komið er er alveg ótrúlega gott bókstaflega, allavega er ég þvílíkt ánægð. Á nú samt eftir að fá útúr náttúrufræði og sögu sem voru erfiðustu prófin. 

Helgin var alveg æðisleg. Sé ekkert eftir því að hafa farið suður í þennan leik enda var ferðin alveg þvílíkt skemmtileg. Lögðum af stað hálf fjögur á föstudegi og ég viðurkenni alveg að ég hafði bakþanka þegar ég var í skólanum á föstudeginum að hjálpa til að raða upp fyrir árshátíðina að maður fékk smá bakþanka. Svo vorum við komnar til Keflavíkur um átta leitið og sýnt okkur aðstæðurnar og fórum svo bara beint á æfingu. Það var geðveikt maður, alltaf svo gaman að komast á svona stóran völl til tilbreytingar og svo er þetta upphitað og alles svo maður var bara þarna í stuttbuxum og bol enda vorum við að missa okkur og vildum aldrei hætta. Skelltum okkur svo í bíó á P.S I love you og ég mæli með að þið farið með tissjú efþið ætlið að fara að horfa á hana, þvílíkt sorgleg.

Daginn eftir vaknað klukkan átta og farið á æfingu, lögðum okkur eftir hana og horfðum svo á A landslið kvenna á æfingu. Svo lögðu sig sumar aftur. Leikurinn var svo klukkan þrjú og gekk hann bara nokkuð vel þartil formið fór með okkur, þetta er allt saman að koma. Bara drullast til að hlaupa meira sjálfar held ég nú bara. Fórum svo bara heim strax eftir leikinn, stoppuðum í sjoppu í reykjavík og urðum vitni af einhverjum gæjum sem voru að steggja vin sinn og var sá klæddur netasokkabuxum og appelsínugulum stuttum bol - mjög fögur sjón indeed hah. Ég hló allavega slatta.

Svo þegar ég kom heim skellti ég mér heim til Einars þarsem meirihlutinn af gamla vinahópnum var staddur. Alltaf jafn gaman að hittast öll svona saman, maður saknar þeirra alltaf svo mikið. Svo hitti ég náttúrulega Arnar í Keflavík hressan og kátan. Haukur kom einnig og horfði á leikinn. Fór nú bara frekar snemma heim, eða heim til Hreinsa þ.e.a.s. Skellti mér svo á bretti í gær með mor í einhvern tíma.

Planið er svo að skella sér á æfingu á eftir og svo kíkja til Silju og gera e-ð sniðugt.

Ég get varla beðið eftir páskafríinu, það verður alveg yndislegt að fá frí og fá að sofa út. Öfunda nú samt Hreinsa sem er að fara til Manchester á Manutd- Liverpool.

Spá í að fara að gera mig ready fyrir æfingu þarsem þetta er voða 'hóst' spennandi 'hóst' blogg.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Til hamingju með prófin elskan ;) Þú ert alltaf jafn dugleg og klár ;*

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 4.3.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband