No one needs to know how we feel
No one needs to understand
Hæ!
Ég er búin að vera ótrúlega dugleg í dag. Skellti mér út að skokka með móður minni eftir skóla og hlupum 4 km, svo hélt ég áfram sjálf og hljóp 3 & hálfan í viðbót. Þvílíkt hressandi.
Ég er orðin ömurlegur bloggari, ætla alltaf að segja frá einhverju þvílíkt sniðugu en gleymi því svo strax.
Allavega þá fór ég á Akureyri um helgina og það var óótrúlega gaman. Ég, Dóra, Halla, Silja og Þóra skelltum okkur á stað um eitt leitið (sem átti víst að vera tólf, við erum alltaf on time). Svo þegar við vorum komnar á Ak fórum við og fengum okkur að borða. Þóra fór auðvitað á Nings og Halla með henni, en við hinar fengum okkur subway. Hittum Svandísi sætu þar sem var með kærastanum sínum. Eftir það röltum við í búðir og ég fann mér nú einn bol og eina peysu. Sara kom og hitti okkur. Síðan skelltum ég og Þóra okkur á vistina og ætluðum að heimsækja Odd og Einar en þeir voru bara stungnir af einhvert svo við heimsóttum Benjamín, Bjarka og Karl Ásgeir. Þeir voru hressir að vana! Síðan fórum við til Odds og Sveinn var þar líka. Svo röltum við á Strikið þar sem allt fólkið var að borða, fengum okkur furðulegar pizzur en þær voru með ananas svo ég var sátt.
Svo fórum við stelpurnar þangað sem silja, dóra og halla gistu og gerðum okkur sætar og fínar. Fórum svo að leita að VMA svo ég og þóra gætum hent stuffinu okkar þangað inn .. það tók dáldinn tíma. Ég veit ekki hvað við keyrðum lengi þar til við fundum þennan skóla, þrátt fyrir að hafa fengið hjálp frá þrem manneskjum! Allavega eftir það fórum við á söngvakeppnina sem var bara hin ágætasta skemmtun. Fullt af flottum atriðum og .. já nokkrum miður skemmtilegum líka. Skil nú ekki alveg hvernig ein gellan gat unnið undankeppnina í sínum skóla sem var þarna, greyjið stelpan var alveg svakalega fölsk. Ingunn lenti í öðru sæti og þetta var þvílíkt flott hjá henni. Versló vann og mér fannst það flott atriði hjá gaurnum líka, hann líka reddaði sér svakalega vel þegar það heyrðist ekkert í gítarnum útaf einhverju klúðri hjá tæknidúðunum.
Skelltum okkur svo í íbúðina sem Sandra gisti í með einhverjum vinkonum sínum. Þar var djammað oog svo farið á ball. Ég, Þóra, Dóra og Sandra fórum fljótlega á Sjallann þar sem okkur fannst þessi hljómsveit ekki alveg vera að meikaða. Það var geggjað gaman þar, utan við hvað fæturnir á mér voru gjörsamlega dauðir eftir kvöldið .. og hvað þá Dóru haha!
Redduðum okkur fari upp í VMA eftir að Sjallinn lokaði. Þar var einhver þroskaheftur gaur sem vildi ekki þegja og kom stöðugt inn í herbergið öskrandi ''Pabbi pabbi, hvernig gastu gert mér þetta? Ég vildi bara missa sveindóminn!" eða e-ð álíka. Hann var ennþá öskrandi þegar ég vaknaði um morguninn! Svoo biðum við eftir stelpunum, þær komu og náðu í okkur og við skelltum okkur á dominos. Þar hittum við útúr dópaðan gaur sem reyndi að kyssa Dóru og sast á einhverja stelpu sem var þarna. Gaurinn sem sótti hann keyrði svo .. alveg inn að dyrum - bókstaflega. Ég svaf á leiðinni heim og Silja tók sexy myndir af mér. Já ég tók myndir líka en myndavélin er hjá Aroni svoo ég verð að setja þær seinna á netið.
& hey .. ég er farin að horfa á Lipstick Jungle og vera pirruð yfir því að vikingbay vill ekki virka og mig vantar nýja one tree hill .
Flokkur: Bloggar | 15.4.2008 | 23:09 (breytt 19.4.2008 kl. 18:31) | Facebook
Music
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha þú ert ágætur bloggari ;)
En loksins, loksins blogg stelpa ;*
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 16.4.2008 kl. 13:43
bíddu bíddu er ekki að fara að koma tími á nýtt blogg erla mín, það er nú kominn maí ! ;D
elínsif (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.